Kæru félagar í mars 2020 er margt að gerast.

Fyrsta fjáröflun starfsársins hið margrómaða bingó verður næstkomandi laugardag þann 7.mars kl. 14.00 í Vinabæ Skipholti.  Við hvetjum ykkur til að taka þátt í undirbúningi eða mæta með vini og ættingja og leggja þannig ykkar að mörkum. Einnig má bjóða í viðburðinn á facebook.

Þar sem deildin okkar verður 90 ára á árinu langaði okkur að gera eitthvað skemmtilegt samvinnuverkefni sem við gætum svo gefið deildinni í framhaldinu og er stefnan sett á afmælisfund í lok apríl.

Eftir heimsókn og ráðleggingar frá sunnlenskum hannyrðakonum var ákveðið að leggja í krosssaums bútaverk eða refil.

Vinnan við refilinn var kynnt á félagsfundi og á aðalfundi í febrúar og eru u.þ.b.10 konur byrjaðar að sauma. Enn eru þó til nokkrar uppskriftir og gott tækifæri fyrir fleiri að vera með. Ætlunin er að verkinu ljúki fyrir páska. Við hvetjum því alla sem langar til að vera með að hafa samband sem fyrst við stjórn.

 Saumahittingur verður alla þriðjudaga í mars  í Gróubúð kl.18:30

  Félagsfundur verður þann 19.mars  þar sem við fáum góðan gest og kynnum verkefnin á komandi starfsári.

  Í lok mars  verður svo boðið uppá námskeið.

 Inn á dagatalinu sem fylgir hér með eru viðburðir deildarinnar þar sem við væntum þess að allir félagar geti litið við en jafnframt eru stjórnarfundir inná dagatalinu ykkur til upplýsingar ef það eru einhver mál sem þið viljið leggja fyrir  stjórn.

SunnudagurMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur
1234567
  StjórnarfundurSaumahittingur kl 18:30   Bingó Vinabæ kl 14.00
891011121314
  Saumahittingur kl 18:30     
15161718192021
  StjórnarfundurSaumahittingur kl 18.30  Félagsfundur kl 20.00  
22232425262728
  Saumahittingur kl 18:30     
293031    
  Saumahittingur kl 18:30     
      

Ein af stærri fjáröflunum deildarinnar

Þann 7. mars nk. verður hið árlega bingó Slysavarnadeildarinnar haldið í Vinabæ Skipholti 33.

Húsið opnar kl:13:00 og bingóið hefst kl:14:00

Eitt spjald kr.1000

Tvö spjöld kr.1500

Þrjú spjöld kr.2000

Veglegir vinningar að vanda

Allir velkomnir

Gróubúð 16. janúar kl.20

Einar Örn Jónsson kemur frá Slökkviliðinu í Reykjavík og fer yfir eldvarnir

Stjórnarmenn munu kynna dagskrána framundan

Lesið verður uppúr sögu deildarinnar

Allir velkomnir

Stjórnin

Opinn fundur í Gróubúð, Grandagarði 1, 12. September 2019 kl.20

Viltu gefa af þér og vera partur af skemmtilegum hópi slysavarnafélaga?

Á haustin bjóðum við nýja félaga til liðs við okkur til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Slysavarnir, fjáröflun og aðstoð við björgunarverkefni.

Við bjóðum félögum okkar námskeið og eflum andann með ferðalögum og skemmtilegri samveru.

Ef þú átt nokkra tíma á mánuði lausa til að sinna gefandi sjálfboðastörfum, komdu þá og hittu okkur á opnum fundi þann 12. september kl. 20 í björgunarmiðstöðinni okkar í Gróubúð, Grandagarði 1.

Kaffi og meðlæti í boði

Eins og undanfarin ár mun Slysavarnadeildin í Reykjavík standa fyrir kaffihlaðborði og vöfflusölu á Sjómannadaginn 2. júní kl. 13-17 í hátíðartjaldi við Grandagarð.

Kaffisalan er ein stærsta fjáröflun ársins hjá deildinni og hefur ágóði af sölunni runnið til margra góðra verkefna á undanförnum árum.

Í ár hefur deildin ákveðið að ágóðinn af kaffihlaðborðinu muni renna til kaupa á nýjum börgunarbáti á Reykjavíkursvæðið.

Það er von okkar að það safnist 
rausnarlega uppí nýjan bát í tengslum við Hátið Hafsins.

Rétt er að benda á að í ár mun verða örlítið breytt fyrirkomulag á kaffihlaðborðinu við verðum ekki í húsnæði okkar í Gróubúð á Grandagarði heldur verðum við í Hátíðartjaldi utar á Grandagarði.

Grillaðar pylsur og Candy-flos við Sjóbúð á laugardag og sunnudag.

Hlökkum til að sjá ykkur

Á sunnudaginn 7. apríl næstkomandi verður deildin með eina af sínum stærri og vinsælli fjáröflunum.

Bingó!

Að þessu sinni verðum við í Vinabæ, Skipholti 33.
Húsið opnar kl.13:30 og hefst dagskrá kl.14:00

Að venju verða bingóspjöldin á vægu verði en vinningarnir veglegir og hafa fjöldamörg fyrirtæki lagt okkur lið og gefið vörur og þjónustu.

Eitt spjald 1000 kr.
Tvö spjöld 1500 kr.
Þrjú spjöld 2000 kr.

Léttar veitingar á vægu verði.

Félagar í slysavarnadeildum eru fólk á öllum aldri af báðum kynjum sem tekur samfélagslega ábyrgð.  Fólk sem vill leggja hönd á plóg með Slysavarnafélaginu Landsbjörg en kýs að leggja áherslu á slysavarnir og forvarnastarf í samstarfi við björgunarsveitir.  Meginmarkmið slysavarnadeilda um land allt er að koma í veg fyrir slys og óhöpp ásamt því  að vera í góðu samstarfi við björgunarsveitina í sínu sveitarfélagi, m.a. við fjáraflanir eða vegna útkalla og annarra aðgerða.  Öryggi á heimilum svo sem eldvarnir og slys á börnum og öldruðum, endurskinsmerki/vesti í leikskóla og grunnskóla, hjálmanotkun, notkun öryggisbelta og barnabílstóla, öryggi leiktækja á almenningssvæðum og svo mætti lengi áfram telja.  Hver slysavarnadeild starfar sjálfstætt og eru verkefni deildanna oft ólík þar sem þörfin er mismunandi eftir byggðarlögum.

Slysavarnadeildin í Reykjavík er mikilvægur hluti af neti sjálfboðaliða sem sinna björgunarstörfum og slysavörnum á Íslandi. Félagatal deildarinnar telur á sjöunda tug sjálfboðaliða sem gefa mismikið af tíma sínum til starfsins. Einhverjir félagar taka þátt í nær öllum verkefnum deildarinnar, aðrir velja sér verkefni eftir aðstæðum og áhuga á meðan sumir kjósa að halda sér til hlés og styrkja starfið með félagsgjaldi eða styrk.  Félagar eru frá aldrinum 12 ára og upp úr og af báðum kynjum.  Deildin tekur þátt í landsverkefnum á borð við heimsóknir í leikskóla, Reiðhjóla- og hjálmaskoðun í grunnskólum á vorin, heimsóknum til heldri borgara. Einnig erum við öflug í að afla fjár, höldum námskeið fyrir félaga okkar og vinnum með  björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu.

Sendu okkur póst og við höfum samband.

 

Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. Best er að velja fatnað sem er með endurskini á. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Endurskinsmerkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíllinn kemur á móti eða aftan að vegfaranda.

Staðsetning endurskinsmerkja

Endurskinsmerki þurfa að vera neðarlega og sjást frá öllum hliðum. Hangandi endurskinsmerki er best að setja fyrir neðan mitti, eitt á hvora hlið. Allar skólatöskur/bakpokar eiga að vera með endurskinsmerki.
Á barnavögnum er best að hafa endurskin á öllum hliðum.

Framleiðandi

Glimmis endurskinsmerkin sem slysavarnadeildir og björgunarsveitir eru að gefa/selja eru framleidd af fyrirtækinu Popomax. Glimmis endurskinsmerkin eru öryggisbúnaður framleiddur í Svíþjóð og á ekki að nota sem leikfang. Endurskinsmerkin frá Glimmis uppfylla staðla um persónuleg endurskinsmerki (EN 13356, SP-ID-númer 04022, vottunarnúmer 424601) og eru CE-vottuð.

Ef endurskinsmerkið rispast, skemmist eða verður óhreint, dregur úr endurskinsgetunni. Strjúkið því reglulega af því með rökum klúti og skiptið út skemmdum merkjum.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hrint af stað stóru og viðamiklu átaksverkefni með það að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar og snúa þannig við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað vegna notkun snjalltækja í umferðinni.  Áberandi er orðið hversu mörgum þykir sjálfsagt að lesa og skrifa smáskilaboð, tölvupósta og jafnvel horfa á myndefni í snjalltæki sínu við akstur. Þetta hefur aukið slysahættu verulega í umferðinni og því mikilvægt að bregðast við.

Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að nær 25% af öllum umferðarslysum má rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri. Þetta er því orðin ein mesta ógnin í umferðinni og mikilvægt að allir taki höndum saman.

Samstarf við fyrirtæki

Til þess að ná ofangreindum markmiðum viljum við fá í lið með okkur öflug fyrirtæki sem öll eiga það sameiginlegt að halda úti atvinnutækjum í umferðinni.

Í þessu samfélagsverkefni væri frábært að sjá atvinnubílstjóra taka virkan þátt og setja gott fordæmi fyrir aðra í umferðinni. Þetta er því kjörið tækifæri til þess að gera samkomulag við starfsfólk ykkar og vera þannig leiðandi í risastóru umferðaröryggisátaki.

  • Skrifa undir samfélagslega yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu
  • Merkja bílaflotann á kostnað fyrirtækis
  • Gera samning við ykkar bílstjóra um að taka virkan þátt í verkefninu
  • Fræðsla til starfsmanna og bílstjóra fyrirtækis

Boðið verður upp á fyrirlestur fyrir bílstjóra fyrirtækisins. Einnig er búið að hanna nokkrar gerðir límmiða sem ætlaðir eru aftan á fólks- og vöruflutningabifreiðar til þess að ná til ökumanna sem á eftir þeim keyra. Þessir miðar eru með mismunandi skilaboðum og geta verið í stærðum sem að passa á ólík ökutæki.

Vertu með í að fækka slysum og „Vertu snjall undir stýri“

Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. og 21. október sl.  Til ráðstefnunnar var boðið fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi.  Á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu koma saman og mátti sjá þar áhugafólk um slysavarnir, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn ásamt öðrum sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða.

Smári Sigurðsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar setti ráðstefnuna og Forseti Íslands Guðni T. Jóhannesson ávarpaði gesti.  Dagskrá ráðstefnunar var að þessu sinni tvískipt, annars vegar öryggi ferðamanna og hinsvegar almennar slysavarnir. Sextán áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir um allt milli himins og jarðar í málefnum tengt slysa- og forvörnum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um notkun hjálma, slysavarnir vegna snjóflóða, snjalltæki og umferðin, áhættustjórnun í ferðaþjónustu, öryggi barna í bílum og margt fleira.  Ráðstefnan hófst á umfjöllun um Slysaskráningu Íslands.  Frá Hollandi kom Susanne Nijman og flutti erindi um það hvernig Hollendingar skrá slys og atvik og hversu auðvelt er að afla ítarlegri upplýsinga ú gagnagrunni þeirra. Fram kom að 50 manns vinna hjá Stofnuninni VeiligheidNL sem er sambærileg Slysaskráningu Íslands en eins og staðan er í dag heyrir hún undir landlæknir og ekkert starfshlutfall heyrir þar undir slysaskráningu eða utanumhald skráningar beint.

Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrði panelumræðum eftir erindi Susanne en í panel sátu Sigurjón Andrésson frá Sjóvá, Svanfríður A. Lárusdóttir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ólöf Ýrr Atladóttir frá ferðamálastofu, Brynjólfur Mogesen frá LSH, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi og Gunnar Geir Gunnarsson frá Samgöngustofu.  Öllum bar saman um að endurskoða þarf framkvæmd slysaskráninga og gera niðurstöður aðgengilegri fyrir alla aðila sem vinna að slysa- og forvörnum.

Eftir þessar umræður fóru fyrirlestrar fram í tveimur sölum samtímis. Annars vegar var rætt um stýringu ferðamanna, viðvaranir um veður og náttúruvá, áhættustjórnun og öryggi ferðamanna almennt. Í hinum salnum voru tekin fyrir málefni eins og notkun reiðhjólahjálma, öryggi barna í bílum, slysavarnir til eldri borgara,  Skoðað var hvað önnur Evrópulönd eru að gera í slysavörnum og að lokum hvað öryggisakademía félagsins hefur gert til að sporna við  flugeldaslysum. M.a. kom fram að öryggisakademian hefur gefið út bæklinga um öryggi á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.

Ráðstefnugestir voru sammála um að níutíu ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að þeir taki höndum saman og hafi samráð sem sinna þessum málaflokki og fer þar vel að Slysavarnafélagið kalli saman að borðinu alla hlutaðeigandi aðila.  Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir slíkri ráðstefnu og ráðgert er að næsta ráðstefna verði haldin í október 2019.