Slys á heimilinu eru algengustu slysin hjá ungum börnum. Á fyrstu árunum eru börnin stöðugt að prófa nýja hluti og athuga hversu langt þau komast. Það er því til mikils að vinna að gera heimilið eins öruggt og hægt er.  Félagar í Slysavarnadeildinni í Reykjavík dreifa 1500 gjöfum/umslögum á heilsugæslustöðvar í Reykjavík.  Starfsólk heilsugæslunnar sér svo um að afhenda nýbökuðum foreldrum pakkana sem innihalda m.a. bækling félagsins „Öryggi barna á heimilum“.  Bæklingurinn er gátlisti sem auðveldar foreldrum að skoða hvort á heimilinu leynast slysagildrur sem hægt er að lagfæra.

Öryggi barna á heimilum