Í Slysavarnadeildinni í Reykjavík gerum við ekki kröfur um að þú haldir lagi, en ef þig langar að starfa í skemmtilegum félagsskap og láta gott af þér leiða, þá ætlum við að kynna starfssemi okkar þriðjudaginn 7. september kl 20.00 á Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð (inngangur um Ísbúðina Háaleitisbraut) og þú ert velkomin.

Um þessar mundir eru félagar úr Slysavarnadeild í Reykjavík að sinna verkefni sem unnið hefur verið á landsvísu annað hvert ár í samvinnu við Samgöngustofu. Við heimsækjum valda leiksskóla og skoðum hvort börn eru í bílstólum sem hæfa aldri og hvort fullorðnir eru spenntir í öryggisbelti. Í ár er þetta svolítið snúið þar sem félagar […]

Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í nýju myndbandi frá Samgöngustofu er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Hvernig stóll hentar á hverjum aldri? Mikilvægi þess að bílstóll sé rétt festur í bílinn og þar fram […]

Á samfélagsmiðlum má víða sjá fyrirspurnir um hvernig á að útbúa sig og börnin fyrir göngutúr að gossvæðinu. Slysavarnadeildin í Reykjavík hvetur foreldra til þess að vera ekki að fara með lítil leikskólabörn á svæðið. Þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir eitruðum lofttegundum. Þetta er erfiður, […]

Fyrsti félagsfundur starfsársins 2021 var haldin þann í Gróubúð og sem fyrr var hluti félagsmanna í fjarfundi. Gestir fundarinns voru einnig í fjarfundi en þær eru félagar í slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði. Þær sögðu okkur frá þeim áskorunum og verkefnum sem slysavarnadeildin hefur verið að takast á við síðan í aurflóðunum á sl ári. Formaður […]

Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotaflötum. Þeir gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.  Á síðu almannavarna eru góðar leiðbeiningar um hvernig við getum brugðist rétt við ef við verðum vör við jarðskjálfta. Þar kemur meðal annars fram. Ef þú […]

Bingó Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík var haldið í Vinabæ 6.mars 2021 kl.14:30. Allur ágóði af þessu verkefni rennur árlega óskiptur til slysavarnaverkefna. Húsfyllir var með tilliti til samkomutakmarkanna og skemmtu mættir sér vel. Slysavarnadeildir þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkja okkur með veglegum vinningum.

Slysavarnadeildin í Reykjavík hélt 90. aðalfundar deildarinnar þann 18.febrúar 2021 kl: 20:00 í Gróubúð Grandagarði 1. Þar var meðal annars kjörin ný stjórn. Edda Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður. Mjög góð mæting var á fundinn en vegna samkomutakmarkanna bauðst félögum að vera í fjarfundi og tókst það vel.