Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotaflötum. Þeir gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.  Á síðu almannavarna eru góðar leiðbeiningar um hvernig við getum brugðist rétt við ef við verðum vör við jarðskjálfta. Þar kemur meðal annars fram. Ef þú […]

Bingó Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík var haldið í Vinabæ 6.mars 2021 kl.14:30. Allur ágóði af þessu verkefni rennur árlega óskiptur til slysavarnaverkefna. Húsfyllir var með tilliti til samkomutakmarkanna og skemmtu mættir sér vel. Slysavarnadeildir þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkja okkur með veglegum vinningum.

Slysavarnadeildin í Reykjavík hélt 90. aðalfundar deildarinnar þann 18.febrúar 2021 kl: 20:00 í Gróubúð Grandagarði 1. Þar var meðal annars kjörin ný stjórn. Edda Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður. Mjög góð mæting var á fundinn en vegna samkomutakmarkanna bauðst félögum að vera í fjarfundi og tókst það vel.

Þrátt fyrir að sóttvarnarreglur hafi sett strik í reikningin þá hafa félagar í Slysavarnadeildinni í Reykjavík fundið leiðir til að halda starfinu gangandi og í nóvember tókum við þátt í landsverkefni þar sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg um land allt dreifðu endurskinsmerkjum í nærsamfélaginu.  Verkefnið var unnið í samstarfi með Samgöngustofu og Sjóvá. Búið er […]

Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum: Fremst á ermum  Hangandi meðfram hliðum  Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum   Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín […]

Með sinni annáluðu einbeitingu hafa reykskynjarar staðið eldvarnar-vaktina síðan árið 1902. 1. desember er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og þá ber öllum að huga að líðan reykskynjara í sínu nærumhverfi. Það er lífsnauðsynlegt að tryggja þeim kjöraðstæður, svo þeir geti staðið vaktina fyrir þig og ástvini þína.  Ekki láta þitt eftir liggja!

Þann 28. apríl 1930 stóðu 100 konur að því að stofna Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík.   Deildin var fyrsta kvennadeildin undir þá tiltölulega nýstofnuðu Slysavarnarfélagi Íslands.    Reykjavíkurdeildin, sem í dag fagnar  90 ára afmæli, var stofnuð fyrir tilstuðlan frú Guðrúnar Jónasson en hún var jafnframt fyrsti formaður deildarinnar.   Á stofnfundinum sagði frú Guðrún;  “Þar sem […]