Slysavarnadeildin í Reykjavík hélt 90. aðalfundar deildarinnar þann 18.febrúar 2021 kl: 20:00 í Gróubúð Grandagarði 1. Þar var meðal annars kjörin ný stjórn. Edda Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður. Mjög góð mæting var á fundinn en vegna samkomutakmarkanna bauðst félögum að vera í fjarfundi og tókst það vel.

Þrátt fyrir að sóttvarnarreglur hafi sett strik í reikningin þá hafa félagar í Slysavarnadeildinni í Reykjavík fundið leiðir til að halda starfinu gangandi og í nóvember tókum við þátt í landsverkefni þar sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg um land allt dreifðu endurskinsmerkjum í nærsamfélaginu.  Verkefnið var unnið í samstarfi með Samgöngustofu og Sjóvá. Búið er […]

Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum: Fremst á ermum  Hangandi meðfram hliðum  Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum   Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín […]

Með sinni annáluðu einbeitingu hafa reykskynjarar staðið eldvarnar-vaktina síðan árið 1902. 1. desember er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og þá ber öllum að huga að líðan reykskynjara í sínu nærumhverfi. Það er lífsnauðsynlegt að tryggja þeim kjöraðstæður, svo þeir geti staðið vaktina fyrir þig og ástvini þína.  Ekki láta þitt eftir liggja!

Þann 28. apríl 1930 stóðu 100 konur að því að stofna Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík.   Deildin var fyrsta kvennadeildin undir þá tiltölulega nýstofnuðu Slysavarnarfélagi Íslands.    Reykjavíkurdeildin, sem í dag fagnar  90 ára afmæli, var stofnuð fyrir tilstuðlan frú Guðrúnar Jónasson en hún var jafnframt fyrsti formaður deildarinnar.   Á stofnfundinum sagði frú Guðrún;  “Þar sem […]

Þann 28.apríl 1930 tóku 100 konur sig til og stofnuðu Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík.   Það eru því í dag nákvæmlega 90 ár frá stofnun deildarinnar.   Á heimasíðu deildarinnar má finna skemmtilegan fróðleik um starfið í deildinni frá upphafi. .  Vegna ástandsins og hamlana á samkomum verða því miður engin hátíðarhöld í kringum Sjómannadaginn en veitingasala […]

Kæru félagar í mars 2020 er margt að gerast. Fyrsta fjáröflun starfsársins hið margrómaða bingó verður næstkomandi laugardag þann 7.mars kl. 14.00 í Vinabæ Skipholti.  Við hvetjum ykkur til að taka þátt í undirbúningi eða mæta með vini og ættingja og leggja þannig ykkar að mörkum. Einnig má bjóða í viðburðinn á facebook. Þar sem deildin […]