Hvernig samfélag er öruggt samfélag og hvað er hægt að gera til að gera samfélag öruggt til að búa í? Margt kemur upp í hugann þegar slík spurning er borin fram. Við viljum t.d. að börnin okkar geti leikið sér á öruggum leikvöllum, að öryggismál skólanna séu í lagi og að þar sé unnið gegn […]

Eftir atburði janúarmánaðar sl. hafa yfirvöld stefnt á að fjölg­a ör­ygg­is­mynda­vélum í miðborg Reykja­vík­ur, bæta lýs­ingu á svæðinu, auka sýni­leika lög­reglu og áfram­hald­andi sam­starfi við eig­end­ur skemmti­staða um of­beld­is­lausa og ör­ugga skemmti­staði.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Þar seg­ir enn frem­ur, að lög­regl­an og borg­ar­yf­ir­völd hafi átt gott sam­starf þegar ör­yggi borg­ar­anna […]

Félagar í slysavarnadeildum eru fólk á öllum aldri af báðum kynjum sem tekur samfélagslega ábyrgð.  Fólk sem vill leggja hönd á plóg með Slysavarnafélaginu Landsbjörg en kýs að leggja áherslu á slysavarnir og forvarnastarf í samstarfi við björgunarsveitir.  Meginmarkmið slysavarnadeilda um land allt er að koma í veg fyrir slys og óhöpp ásamt því  að vera […]

Slysavarnadeildin á Akureyri afhenti skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli öryggishlið fyrir snjóflóðaýla um liðna helgi. Hliðið var sett upp við ofan við Stromplyftuna, efstu skíðalyftu svæðisins en þaðan halda skíðamenn gjarnan af stað ætli þeir að skíða utan hefðbundinna brauta fjallsins. Í hliðinu er sjálfvirkur búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvor snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi […]

Veglegir tónleikar undir yfirskriftinni “Stöndum þétt saman” með mörgum af okkar þekktustu listamönnum verða haldnir til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 1. mars næstkomandi. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Jón Jónsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason. Húshljómsveitina skipa: […]

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi færði Akraneskaupsstað  fjórar milljónir króna að gjöf og er peningurinn eyrnamerktur í þeim tilgangi að koma upp hraðamælingarstaurum á sex stöðum í bæjarfélaginu. Tvær verða við akstursleiðir inn í bæinn, bæði á Innnesvegi og á Akranesvegi í grennd við tjaldsvæðið í Kalmansvík. Þá verða settir upp tveir hraðamælingarstaurar við hvorn grunnskólanna […]

Bíllinn sem Slysavarnadeildin keypti fyrir rúmu ári síðan hefur svo sannarlega unnið fyrir sínu og nýst deildinni í mörgum verkefnum. Við ferðuðumst á  honum til Fáskrúðsfjarðar á Kvennaþing Landsbjargar, við nýttum hann á flugslysaæfingu þar sem við gáfum svöngum leikurum að borða, á Hátíð hafsins og á Menningarnótt og nú síðast við stóra leit á […]

Á aðalfundi í febrúar var kjörin ný stjórn og nýr formaður. Margrét Þóra Baldursdóttir sem haldið hefur á keflinu frá árinu 2014 baðst undan hlutverkinu eftir frábært starf á annasömum tímum hjá deildinni.  Við keflinu tekur Caroline Lefort en hún hefur setið í stjórn frá árinu 2012. Fyrst sem varaformaður og síðan gjaldkeri.  Lögum var […]

Slysavarnadeildin í Reykjavík minnir á að endurskinsmerki geta skipt sköpum á dimmum vetrarmorgnum.  Okkur hættir til að passa upp á að börnin séu með endurskin og æða svo út í svartnættið snemma morguns dökk-klædd og ósýnileg í mesta umferðarþunga dagsins.  Sýnum börnum og unglingum gott fordæmi og setjum upp endurskinsmerki.Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fékk heimsókn frá Slysavarnadeildinni […]

Þann 31. október sl. fór fram virkilega áhugaverð ráðstefna um slysavarnir á vegum Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Há­skól­an­um í Reykja­vík.  Fjöl­marg­ir fyr­ir­lestr­ar voru haldn­ir. Systurnar Anna Mar­grét og Lára Krist­ín Óskars­dæt­ur og lýstu því hvaða áhrif það hafði á líf þeirra, tveggja mennta­skóla­stúlkna, þegar móðir þeirra slasaðist illa í reiðhjóla­slysi árið 2010. Móðir þeirra hafði fyr­ir reglu að […]