Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hrint af stað stóru og viðamiklu átaksverkefni með það að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar og snúa þannig við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað vegna notkun snjalltækja í umferðinni.  Áberandi er orðið hversu mörgum þykir sjálfsagt að lesa og skrifa smáskilaboð, tölvupósta og jafnvel horfa á myndefni í […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. og 21. október sl.  Til ráðstefnunnar var boðið fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi.  Á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu koma saman og mátti sjá þar áhugafólk um slysavarnir, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, […]

Slysavarnadeildin í Reykjavík, Slysavarnadeildin Dagbjörg, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur og Unglingadeildin Árný taka virkan þátt í Hátíð hafsins. Hittu okkur um borð í Skólaskipinu Sæbjörg og fáðu þér vöfflu með rjóma eða við Gömlu sjóbúðina þar sem við grillum pylsur báða dagana og svo verður okkar rómaða kaffihlaðborð á sínum stað í Gróubúð á sunnudeginum. […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur svo sannarlega fyrir meira en leit og björgun þó oftar rati í fjölmiðla fréttir af aðgerðum félagsins þegar einhver er týndur eða þegar óveður geisar og sjálfboðaliðar félagsins taka höndum saman um að bjarga fólki og verðmætum.  Félagið stendur líka fyrir öflugum slysavörnum og hefur náð ótrúlegum árangri í íslensku samfélagi í […]

Það er dýrt að reka björgunarsveit og viðhalda öllum tækjum og tólum sem til þarf við leit og björgun.  Þetta vita slysavarnafélagar mæta vel og taka sig því reglulega til og styrkja starf björgunarsveita með fjárframlögum.  Í dag færðu félagar í  Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík og Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi rausnarlegar […]

Slysavarnadeildin á Dalvík ákvað að gera ungum börnum hátt undir höfði.  Heyrnin er mikilvæg en hún skerðist ef ekki er að gáð. Mikill hávaði, s.s. eins og á tónleikum, flugeldasýningum, á gamlárskvöld, viðvarandi hávaði heima fyrir, í verslunarmiðstöðvum og í umferðinni, geta skemmt heyrn ungra barna. Við erum almennt séð ekki nógu vakandi fyrir þessari hættu. […]

Slysavarnadeildin á Dalvík lætur að sér kveða þegar kemur að slysavörnum og viðbrögðum við slysum. Á dögunum afhentu stjórnarmenn Snæþóri Arnþórssyni formanni Skíðafélags Dalvíkur gjöf. Við fengum ábendingu um að skíðafélaginu vantaði uppblásna sjúkraböru sem nýtist vel til að flytja slasaðan einstakling. Búnaðurinn er geymdur í bakpoka sem einn maður getur borið. Tæknin er einföld, […]

Hvernig samfélag er öruggt samfélag og hvað er hægt að gera til að gera samfélag öruggt til að búa í? Margt kemur upp í hugann þegar slík spurning er borin fram. Við viljum t.d. að börnin okkar geti leikið sér á öruggum leikvöllum, að öryggismál skólanna séu í lagi og að þar sé unnið gegn […]