Kæru félagar í mars 2020 er margt að gerast.

Fyrsta fjáröflun starfsársins hið margrómaða bingó verður næstkomandi laugardag þann 7.mars kl. 14.00 í Vinabæ Skipholti.  Við hvetjum ykkur til að taka þátt í undirbúningi eða mæta með vini og ættingja og leggja þannig ykkar að mörkum. Einnig má bjóða í viðburðinn á facebook.

Þar sem deildin okkar verður 90 ára á árinu langaði okkur að gera eitthvað skemmtilegt samvinnuverkefni sem við gætum svo gefið deildinni í framhaldinu og er stefnan sett á afmælisfund í lok apríl.

Eftir heimsókn og ráðleggingar frá sunnlenskum hannyrðakonum var ákveðið að leggja í krosssaums bútaverk eða refil.

Vinnan við refilinn var kynnt á félagsfundi og á aðalfundi í febrúar og eru u.þ.b.10 konur byrjaðar að sauma. Enn eru þó til nokkrar uppskriftir og gott tækifæri fyrir fleiri að vera með. Ætlunin er að verkinu ljúki fyrir páska. Við hvetjum því alla sem langar til að vera með að hafa samband sem fyrst við stjórn.

 Saumahittingur verður alla þriðjudaga í mars  í Gróubúð kl.18:30

  Félagsfundur verður þann 19.mars  þar sem við fáum góðan gest og kynnum verkefnin á komandi starfsári.

  Í lok mars  verður svo boðið uppá námskeið.

 Inn á dagatalinu sem fylgir hér með eru viðburðir deildarinnar þar sem við væntum þess að allir félagar geti litið við en jafnframt eru stjórnarfundir inná dagatalinu ykkur til upplýsingar ef það eru einhver mál sem þið viljið leggja fyrir  stjórn.

SunnudagurMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur
1234567
  StjórnarfundurSaumahittingur kl 18:30   Bingó Vinabæ kl 14.00
891011121314
  Saumahittingur kl 18:30     
15161718192021
  StjórnarfundurSaumahittingur kl 18.30  Félagsfundur kl 20.00  
22232425262728
  Saumahittingur kl 18:30     
293031    
  Saumahittingur kl 18:30     
      

Framundan í starfi deildarinnar