Opinn fundur í Gróubúð, Grandagarði 1, 12. September 2019 kl.20

Viltu gefa af þér og vera partur af skemmtilegum hópi slysavarnafélaga?

Á haustin bjóðum við nýja félaga til liðs við okkur til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Slysavarnir, fjáröflun og aðstoð við björgunarverkefni.

Við bjóðum félögum okkar námskeið og eflum andann með ferðalögum og skemmtilegri samveru.

Ef þú átt nokkra tíma á mánuði lausa til að sinna gefandi sjálfboðastörfum, komdu þá og hittu okkur á opnum fundi þann 12. september kl. 20 í björgunarmiðstöðinni okkar í Gróubúð, Grandagarði 1.

Kaffi og meðlæti í boði

Opinn fundur