Eins og undanfarin ár mun Slysavarnadeildin í Reykjavík standa fyrir kaffihlaðborði og vöfflusölu á Sjómannadaginn 2. júní kl. 13-17 í hátíðartjaldi við Grandagarð.

Kaffisalan er ein stærsta fjáröflun ársins hjá deildinni og hefur ágóði af sölunni runnið til margra góðra verkefna á undanförnum árum.

Í ár hefur deildin ákveðið að ágóðinn af kaffihlaðborðinu muni renna til kaupa á nýjum börgunarbáti á Reykjavíkursvæðið.

Það er von okkar að það safnist 
rausnarlega uppí nýjan bát í tengslum við Hátið Hafsins.

Rétt er að benda á að í ár mun verða örlítið breytt fyrirkomulag á kaffihlaðborðinu við verðum ekki í húsnæði okkar í Gróubúð á Grandagarði heldur verðum við í Hátíðartjaldi utar á Grandagarði.

Grillaðar pylsur og Candy-flos við Sjóbúð á laugardag og sunnudag.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kaffihlaðborð Slysavarnadeildarinnar á Sjómannadaginn 2.júní