Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í nýju myndbandi frá Samgöngustofu er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Hvernig stóll hentar á hverjum aldri? Mikilvægi þess að bílstóll sé rétt festur í bílinn og þar fram eftir götum. Öryggi barna er á okkar ábyrgð – það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því.

Öryggi barna í bíl