Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.

Forritið leysir ekki af hólmi önnur öryggistæki eins og neyðarsenda og talstöðvar. Er fyrst og fremst viðbót sem nýtist þeim sem nota snjallsíma. Ekki er þörf á gagnasambandi til að nota forritið. Hefðbundið GSM samband dugar.

112 ICELAND má nota bæði hérlendis og erlendis. Samskiptin eru þó alltaf við 112 á Íslandi en sértu erlendis hafa þeir samband við viðbragðsaðila í því landi sem þú ert í.

Hægt er að sækja foritið hér: http://safetravel.is/is/112-iceland-app/

 

Snjallsímaforritið 112 ICELAND