Slysavarnadeildin á Dalvík lætur að sér kveða þegar kemur að slysavörnum og viðbrögðum við slysum. Á dögunum afhentu stjórnarmenn Snæþóri Arnþórssyni formanni Skíðafélags Dalvíkur gjöf.

Við fengum ábendingu um að skíðafélaginu vantaði uppblásna sjúkraböru sem nýtist vel til að flytja slasaðan einstakling. Búnaðurinn er geymdur í bakpoka sem einn maður getur borið. Tæknin er einföld, börurnar eru loftæmdar, þær laga sig að líkamanum og styðja við hann líkt og spelkur gera. Von okkar er að þessi gjöf komið að góðum notum en jafnframt að það þurfi sjaldan að nota hana.

Slysavarnadeildin á Dalvík