Á aðalfundi í febrúar var kjörin ný stjórn og nýr formaður. Margrét Þóra Baldursdóttir sem haldið hefur á keflinu frá árinu 2014 baðst undan hlutverkinu eftir frábært starf á annasömum tímum hjá deildinni.  Við keflinu tekur Caroline Lefort en hún hefur setið í stjórn frá árinu 2012. Fyrst sem varaformaður og síðan gjaldkeri.  Lögum var breytt á aðalfundi og stjórnarmönnum fjölgað.  Undir takkanum verkefni má sjá ársskýrslu stjórnar frá sl. ári með svipmyndum frá árinu.  Einnig má geta þess að verið er að uppfæra heimasíðuna þessa dagana og von á frekari upplýsingum.

Ný stjórn slysavarnadeildarinnar