Bíllinn sem Slysavarnadeildin keypti fyrir rúmu ári síðan hefur svo sannarlega unnið fyrir sínu og nýst deildinni í mörgum verkefnum. Við ferðuðumst á  honum til Fáskrúðsfjarðar á Kvennaþing Landsbjargar, við nýttum hann á flugslysaæfingu þar sem við gáfum svöngum leikurum að borða, á Hátíð hafsins og á Menningarnótt og nú síðast við stóra leit á Reykjanesinu en þá keyrðum við birgðir á milli Hafnafjarðar, Grindavíkur og Reykjanesbæjar.  Björgnarsveitin Kjölur færði okkur Tetra stöð í bílinn og Orkuveitan gaf okkur þrjár handstöðvar þannig að við færumst alltaf nær því marki að verða fullbúin og klár í útköll.

Halla 1 hefur staðið fyrir sínu