Á samfélagsmiðlum má víða sjá fyrirspurnir um hvernig á að útbúa sig og börnin fyrir göngutúr að gossvæðinu. Slysavarnadeildin í Reykjavík hvetur foreldra til þess að vera ekki að fara með lítil leikskólabörn á svæðið. Þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir eitruðum lofttegundum. Þetta er erfiður, leiðinlegur og hættulegur göngutúr fyrir stutta fólkið. Og því má bæta við að það eru litlar líkur til þess að þau muni þessa upplifun á fullorðinsárum.

Börn á gossvæðinu