Eins og undanfarin ár mun Slysavarnadeildin í Reykjavík standa fyrir kaffihlaðborði og vöfflusölu á Sjómannadaginn 2. júní kl. 13-17 í hátíðartjaldi við Grandagarð. Kaffisalan er ein stærsta fjáröflun ársins hjá deildinni og hefur ágóði af sölunni runnið til margra góðra verkefna á undanförnum árum. Í ár hefur deildin ákveðið að ágóðinn af kaffihlaðborðinu muni renna […]

Á sunnudaginn 7. apríl næstkomandi verður deildin með eina af sínum stærri og vinsælli fjáröflunum. Bingó! Að þessu sinni verðum við í Vinabæ, Skipholti 33.Húsið opnar kl.13:30 og hefst dagskrá kl.14:00 Að venju verða bingóspjöldin á vægu verði en vinningarnir veglegir og hafa fjöldamörg fyrirtæki lagt okkur lið og gefið vörur og þjónustu. Eitt spjald […]

Félagar í slysavarnadeildum eru fólk á öllum aldri af báðum kynjum sem tekur samfélagslega ábyrgð.  Fólk sem vill leggja hönd á plóg með Slysavarnafélaginu Landsbjörg en kýs að leggja áherslu á slysavarnir og forvarnastarf í samstarfi við björgunarsveitir.  Meginmarkmið slysavarnadeilda um land allt er að koma í veg fyrir slys og óhöpp ásamt því  að vera […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hrint af stað stóru og viðamiklu átaksverkefni með það að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar og snúa þannig við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað vegna notkun snjalltækja í umferðinni.  Áberandi er orðið hversu mörgum þykir sjálfsagt að lesa og skrifa smáskilaboð, tölvupósta og jafnvel horfa á myndefni í […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. og 21. október sl.  Til ráðstefnunnar var boðið fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi.  Á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu koma saman og mátti sjá þar áhugafólk um slysavarnir, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, […]

Slysavarnadeildin í Reykjavík, Slysavarnadeildin Dagbjörg, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur og Unglingadeildin Árný taka virkan þátt í Hátíð hafsins. Hittu okkur um borð í Skólaskipinu Sæbjörg og fáðu þér vöfflu með rjóma eða við Gömlu sjóbúðina þar sem við grillum pylsur báða dagana og svo verður okkar rómaða kaffihlaðborð á sínum stað í Gróubúð á sunnudeginum. […]

Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur svo sannarlega fyrir meira en leit og björgun þó oftar rati í fjölmiðla fréttir af aðgerðum félagsins þegar einhver er týndur eða þegar óveður geisar og sjálfboðaliðar félagsins taka höndum saman um að bjarga fólki og verðmætum.  Félagið stendur líka fyrir öflugum slysavörnum og hefur náð ótrúlegum árangri í íslensku samfélagi í […]

Það er dýrt að reka björgunarsveit og viðhalda öllum tækjum og tólum sem til þarf við leit og björgun.  Þetta vita slysavarnafélagar mæta vel og taka sig því reglulega til og styrkja starf björgunarsveita með fjárframlögum.  Í dag færðu félagar í  Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík og Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi rausnarlegar […]

Slysavarnadeildin á Dalvík ákvað að gera ungum börnum hátt undir höfði.  Heyrnin er mikilvæg en hún skerðist ef ekki er að gáð. Mikill hávaði, s.s. eins og á tónleikum, flugeldasýningum, á gamlárskvöld, viðvarandi hávaði heima fyrir, í verslunarmiðstöðvum og í umferðinni, geta skemmt heyrn ungra barna. Við erum almennt séð ekki nógu vakandi fyrir þessari hættu. […]