Fyrsti félagsfundur starfsársins 2021 var haldin þann í Gróubúð og sem fyrr var hluti félagsmanna í fjarfundi. Gestir fundarinns voru einnig í fjarfundi en þær eru félagar í slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði. Þær sögðu okkur frá þeim áskorunum og verkefnum sem slysavarnadeildin hefur verið að takast á við síðan í aurflóðunum á sl ári. Formaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík þakkaði þeim fyrir heimsóknina og tilkynnti þeim að Slysavarnadeildin í Reykjavík færði 200.000 kr. styrk í von um að það hjálpaði aðeins til við hreinsun og viðgerðir á björgunarmiðstöðinni á Seyðisfirði.

Á næstu vikum munu félagar úr Slysavarnadeildinni dreifa plakötum í skóla, íþróttamiðstöðvar, sundlaugar og á fleiri staði þar sem von er til að þeir sem ferðast um á rafhlaupahjólum geti séð þau. Á degi hverjum eru u.þ.b. tvær komur á bráðadeild þar sem fólk er að detta á hjólum og jafnvel detta um þau. Það er því mikilvægt að við stöndum öll saman um að fara varlega og fara eftir reglum sem gilda um notkun á rafhlaupahjólum. M.f. er fræðslumyndband frá Samgöngustofu en þar er hægt að kynna sér lög um rafhlaupahjól.

Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotaflötum. Þeir gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.  Á síðu almannavarna eru góðar leiðbeiningar um hvernig við getum brugðist rétt við ef við verðum vör við jarðskjálfta. Þar kemur meðal annars fram.

Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað.

• Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað

• Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn

• Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg. Gætið fyllstu varúðar og skoðið flóttaleið út eftir skjálftann.

• Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta

• Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað

• Láttu þína nánustu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn

• Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda

• Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið

• Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi

• Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær

• Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að

  • Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju

Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta:

• Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta

• Hafðu sætisbeltin spennt

• Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann.

Nánar hér:

https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/vidbrogd-vid-jardskjalfta/

Bingó Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík var haldið í Vinabæ 6.mars 2021 kl.14:30. Allur ágóði af þessu verkefni rennur árlega óskiptur til slysavarnaverkefna. Húsfyllir var með tilliti til samkomutakmarkanna og skemmtu mættir sér vel. Slysavarnadeildir þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkja okkur með veglegum vinningum.

Slysavarnadeildin í Reykjavík hélt 90. aðalfundar deildarinnar þann 18.febrúar 2021 kl: 20:00 í Gróubúð Grandagarði 1. Þar var meðal annars kjörin ný stjórn. Edda Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður. Mjög góð mæting var á fundinn en vegna samkomutakmarkanna bauðst félögum að vera í fjarfundi og tókst það vel.

Þrátt fyrir að sóttvarnarreglur hafi sett strik í reikningin þá hafa félagar í Slysavarnadeildinni í Reykjavík fundið leiðir til að halda starfinu gangandi og í nóvember tókum við þátt í landsverkefni þar sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg um land allt dreifðu endurskinsmerkjum í nærsamfélaginu.  Verkefnið var unnið í samstarfi með Samgöngustofu og Sjóvá. Búið er að gefa yfir 80.000 endurskinsmerki.

Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

  • Fremst á ermum 
  • Hangandi meðfram hliðum 
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum  

Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.

Með sinni annáluðu einbeitingu hafa reykskynjarar staðið eldvarnar-vaktina síðan árið 1902.

1. desember er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og þá ber öllum að huga að líðan reykskynjara í sínu nærumhverfi. Það er lífsnauðsynlegt að tryggja þeim kjöraðstæður, svo þeir geti staðið vaktina fyrir þig og ástvini þína.

✅ Ekki láta þitt eftir liggja!

Fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 20:00 mun stjórn deildarinnar kynna vetrarstarfið í Gróubúð, Grandagarði 1 Reykjavík.

Gestur kvöldsins er Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi og mun hún fjalla um samskipti.

Boðið verður uppá heilsueflandi veitingar.

Fundurinn er öllum opinn.