Eftir atburði janúarmánaðar sl. hafa yfirvöld stefnt á að fjölg­a ör­ygg­is­mynda­vélum í miðborg Reykja­vík­ur, bæta lýs­ingu á svæðinu, auka sýni­leika lög­reglu og áfram­hald­andi sam­starfi við eig­end­ur skemmti­staða um of­beld­is­lausa og ör­ugga skemmti­staði.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Þar seg­ir enn frem­ur, að lög­regl­an og borg­ar­yf­ir­völd hafi átt gott sam­starf þegar ör­yggi borg­ar­anna er ann­ars veg­ar og svo verði áfram. Þá sé skemmst að minn­ast sam­komu­lags um of­beld­is­lausa og ör­ugga skemmti­staði, sem skrifað var und­ir í lok síðasta árs. Að því standa lög­regl­an, borg­ar­yf­ir­völd, slökkviliðið og Sam­tök ferðaþjón­ustu (SAF) fyr­ir hönd skemmti­staða í Reykja­vík. Sam­komu­lagið miðar að því að auka ör­yggi á og við skemmti­staði með auknu  sam­starfi milli þess­ara aðila með sam­eig­in­lega hags­muni að leiðarljósi.

 

Fjölgun öryggismyndavéla í miðborginni