Þann 28.apríl 1930 tóku 100 konur sig til og stofnuðu Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Það eru því í dag nákvæmlega 90 ár frá stofnun deildarinnar. Á heimasíðu deildarinnar má finna skemmtilegan fróðleik um starfið í deildinni frá upphafi. . Vegna ástandsins og hamlana á samkomum verða því miður engin hátíðarhöld í kringum Sjómannadaginn en veitingasala þá helgi hefur verið stærsta fjáröflun deildarinnar.
Við munum fagna þessum merka áfanga í sögu deildarinnar þó síðar verði á árinu og hvetjum við félaga og almenning allan til að fylgjast með verkefni sem hleypt verður af stokkunum á næstu vikum. Verkefnið snýr að öryggi í nærumhverfi okkar. Við hvetjum alla til að horfa með gagnrýnum augum á umhverfi sitt og senda okkur ábendingar um það sem betur mætti fara.
Félagar SVDR taka vel á móti öllum sem vilja kynna sér og taka þátt í starfi deildarinnar og bendum við áhugasömum að hafa samband. Félagsmenn horfa stoltir til fortíðar og hlakka til að takast á við verkefni framtíðar markmið og tilgangur SVDR er fyrst og fremst að koma í veg fyrir slysin en við höldum jafnframt að veita félögum okkur í björgunarsveitum stuðning þega á þarf að halda.
Stjórn SVDR