Hvernig samfélag er öruggt samfélag og hvað er hægt að gera til að gera samfélag öruggt til að búa í? Margt kemur upp í hugann þegar slík spurning er borin fram. Við viljum t.d. að börnin okkar geti leikið sér á öruggum leikvöllum, að öryggismál skólanna séu í lagi og að þar sé unnið gegn einelti. Við viljum að við það að verða gamall/gömul í samfélaginu finni maður fyrir öryggi, t.d. að við getum verið örugg þegar við erum að hreyfa okkur utandyra m.a. vegna þess að í göngu- og gatnakerfinu sé tekið tillit til okkar. Við viljum að börnum og unglingum í samfélaginu sé gert auðvelt að ástunda heilbrigt líferni og að allt sé gert til að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka eða nota önnur fíkniefni, svo fá dæmi séu nefnd.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, telur þetta alvarlega ógn við efnahagslega og félagslega framþróun í heiminum. Til að bregðast við þessu hefur stofnunin m.a. beitt sér fyrir því að nærsamfélög skilgreini sig sem Örugg samfélög og grípi til nauðsynlegra aðgerða til að draga úr hættunni á slysum og ofbeldi.
Öruggt samfélag getur verið af hvaða stærð eða gerð sem er, borg, bær eða hreppur, en einnig hverfi innan borgar. Tengslin á milli íbúa, stofnana og fyrirtækja eru gjarnan sterk og oft mjög náin í nærsamfélaginu, sem er mikilvægt í öllu forvarnarstarfi. Einnig tekst oft að virkja fólk í nærsamfélaginu til verka sem ekki er hægt að ná fram á stærri svæðum.
Úr grein eftir Rósu Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, Lýðheilsustöð.
Meira um verkefnið öruggt samfélag á síðu Landlæknis
http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item14673/Oruggt-samfelag