Slysavarnadeildin í Reykjavík tók þátt í að kynna Savetravel.is 27. júní sl. en sama dag héldu hópar af stað í Hálendisvakt björgunarsveita.  Okkar fólk stóð við Olís í Norðlingaholti spjallaði við bílstjóra og aðra ferðamenn um slysavarnir og gefa góð ferðaráð.  Björgunarsveitarfólk var með í för og stór og vígaleg fjórhjól.  Börnum vegfarenda var boðið að setjast á hjólin og fá af sér myndir og ekki er hægt að segja annað en ferðafólkið hafi tekið vel á móti okkar fólki og þeirra boðskap.

 

 

 

 

 

Safetravel dagurinn