Fyrsti félagsfundur starfsársins 2021 var haldin þann í Gróubúð og sem fyrr var hluti félagsmanna í fjarfundi. Gestir fundarinns voru einnig í fjarfundi en þær eru félagar í slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði. Þær sögðu okkur frá þeim áskorunum og verkefnum sem slysavarnadeildin hefur verið að takast á við síðan í aurflóðunum á sl ári. Formaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík þakkaði þeim fyrir heimsóknina og tilkynnti þeim að Slysavarnadeildin í Reykjavík færði 200.000 kr. styrk í von um að það hjálpaði aðeins til við hreinsun og viðgerðir á björgunarmiðstöðinni á Seyðisfirði.