Þann 28. apríl 1930 stóðu 100 konur að því að stofna Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík. Deildin var fyrsta kvennadeildin undir þá tiltölulega nýstofnuðu Slysavarnarfélagi Íslands. Reykjavíkurdeildin, sem í dag fagnar 90 ára afmæli, var stofnuð fyrir tilstuðlan frú Guðrúnar Jónasson en hún var jafnframt fyrsti formaður deildarinnar. Á stofnfundinum sagði frú Guðrún; “Þar sem […]