Slysavarnadeildin í Reykjavík og Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnanesi styrktu Björgunarsveitina Víkverja á Vík í Mýrdal en þau voru að safna fyrir dróna til þess að styrkja störf sveitarinnar. Sveitin er m.a. fyrsta viðbragð í Reynisfjöru og auðvitað á stóru landssvæði þar um kring. Dróninn sem er sá fyrsti í þessari stærðargráðu í eigu björgunarsveitar mun sannarlega nýtast þeim vel við leit og björgun.

Leit og björgun með dróna