Á næstu vikum munu félagar úr Slysavarnadeildinni dreifa plakötum í skóla, íþróttamiðstöðvar, sundlaugar og á fleiri staði þar sem von er til að þeir sem ferðast um á rafhlaupahjólum geti séð þau. Á degi hverjum eru u.þ.b. tvær komur á bráðadeild þar sem fólk er að detta á hjólum og jafnvel detta um þau. Það er því mikilvægt að við stöndum öll saman um að fara varlega og fara eftir reglum sem gilda um notkun á rafhlaupahjólum. M.f. er fræðslumyndband frá Samgöngustofu en þar er hægt að kynna sér lög um rafhlaupahjól.