Slysavarnadeildin Líf á Akranesi færði Akraneskaupsstað fjórar milljónir króna að gjöf og er peningurinn eyrnamerktur í þeim tilgangi að koma upp hraðamælingarstaurum á sex stöðum í bæjarfélaginu. Tvær verða við akstursleiðir inn í bæinn, bæði á Innnesvegi og á Akranesvegi í grennd við tjaldsvæðið í Kalmansvík. Þá verða settir upp tveir hraðamælingarstaurar við hvorn grunnskólanna […]