Sumir eru svo lánsamir í lífinu að það kviknar aldrei í hjá þeim. Aðrir lenda í miklum áföllum vegna eldsvoða. Glata eigum sínum og týna jafnvel lífinu eða missa ástvini. Vandinn er að eldsvoðar gera sjaldnast boð á undan sér og enginn veit fyrirfram í hvorum hópnum hann lendir.
Með traustum eldvörnum má koma í veg fyrir tjón á lífi, heilsu og eignum. Reykskynjarar eru algjört forgangsatriði. Þeir bjarga mannslífum þegar mest á reynir. Ef ekki eru nægilega margir reykskynjarar heima hjá þér skaltu bæta úr því strax. Það þolir enga bið!
Reykskynjarar ættu að:
- Vera staðsettir á öllum hæðum heimilisins
- Vera til staðar í öllum svefnherbergjum heimilisins
- Vera alls staðar þar sem raftæki eru
- Vera prófaðir reglulega, helst mánaðarlega (bíííb)
- Hafa rafhlöður í lagi
- Vera yngri en tíu ára