Verkefni

Slysavarnadeildin í Reykjavík vinnur árlega að neðangreindum verkefnum en auk þeirra grípum við tækifærin og sinnum fjölbreyttu starfi í sjálfboðaliðastörfum okkar.

Nokkur árleg verkefni er snúa að fjáröflunum eru til þess að fjármagna starf deildarinnar og til að við getum staðið við bakið á björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu með því að aðstoða við tækjakaup og annað sem til fellur.

Einnig vinnum við markvisst að slysavarnaverkefnum og hafa þau verkefni verið margvísleg í gegn um tíðina. Á fyrstu árum deildarinnar voru slysavarnir á sjó aðaláhersluefnið, enda sjóskaðar tíðir í þá daga. Mikill árangur hefur náðst í öryggi á sjó og áherslurnar því orðnar aðrar í dag. Slysavarnir barna og aldraðra eru megin verkefni ásamt umferðaröryggi og notkun endurskinsmerkja auk fjölda annarra verkefna.

Sysavarnir

Slysavarnadeildin vinnur markvisst forvarnastarf og hafa þau verkefni verið margvísleg í gegn um tíðina  Á fyrstu árum deildarinnar voru slysavarnir á sjó aðaláhersluefnið, enda sjóskaðar tíðir í þá daga.  Mikill árangur hefur náðst í öryggi á sjó og áherslurnar því orðnar aðrar í dag.  Í dag leggjum við áherslu á slysavarnir á heimilum, slysavarnir barna ásamt umferðaröryggi og notkun endurskinsmerkja auk fjölda annarra verkefna.

Leikskólaheimsókn/öryggisvesti

Við heimsækjum  leikskólabörn í Reykjavík og færum þeim endurskinsvesti.  Engar auglýsingar eru á vestunum utan símanúmers neyðarlínunnar 112 og veita vestin börnunum öryggi í umferðinni þegar þau fara í vettvangsferðir. Auk Slysavarnadeildarinnar standa ábyrg fyrirtæki að þessari gjöf.

Reiðhjóladagar/Hjálmar

Í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá heimsækja félagar okkar grunnskóla í Reykjavík til að minna á mikilvægi þess að vera með rétt stillta reiðhjólahjálma.  Við hengjum um veggspjöld í öllum skólum þar sem sjá má leiðbeiningar um hjálma og skyldubúnað reiðhjóla.

Nokkrir mikilvægir tenglar

Safetravel.is

Öruggt samfélag – Landslæknir og WHO

Bæklingar um öryggi barna á öllum aldri – Heilsugæslan

Börnin í umferðinni – Samgöngustofa

Reiðhjól og hjálmar – Slysavarnafélagið Landsbjörg

Eldvarnir – Eldvarnabandalagið

Endurlífgun

Vinnuvernd og öryggi – Vinnueftirlitið

Fleiri gangnlegar upplýsingar má finna hér – Landsbjörg

Björgunarsveitir

Nokkur árleg verkefni Slysavarnadeildarinnar hafa það að markmiði að standa við bakið á björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu með því að aðstoða við tækjakaup og annað sem til fellur.  Einnig að elda mat í lengri eða stórum útköllum. Deildin á og rekur fullkomið stóreldhús í Gróubúð á Grandagarði og einnig Ford Ecoline (fyrrum sjúkrabíll) þannig að við erum færar í flestan sjó þegar kemur að því að færa okkar fólki nesti/mat með skömmum fyrirvara.

Menningarnótt

Á menningarnótt stendur deildin okkar vaktina í matartjaldi fyrir alla viðbragðsaðila. Lögreglu, sjúkraflutningafólk, slökkvilið og björgunarsveitafólk sem stendur vaktina á þessari fjölmennustu hátíð í miðbænum. Verkefnið er vaktaskipt og stendur í heilan sólahring.

Eldað í flugeldasölu

Við bjóðum sjálfboðaliðum Hjálparsveita og björgunarsveita sem vinna við flugeldasölur á höfuðborgarsvæðinu frítt að borða. Við eldum yfir 200 máltíðir tvisvar á dag í fimm daga milli jóla og nýárs og sendum heitan mat vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið.

Styrktaraðilar

Það er lán Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík að njóta árlega mikils stuðnings hjá fyrirtækjunum í landinu. Og ljóst að starf okkar stendur og fellur með þeirra stuðningi.  Eftirtalin fyrirtæki hafa haldið tryggð viðdeildina og stuttt starf okkar í gegn um tíðina.

Myllan ehf
Bakarameistarinn
Björnsbakarí
Mosfellsbakarí
Mjólkursamsalan
Grímur kokkur ehf
Innnes ehf.
Kjarnafæði ehf.
Gunnars ehf
SFG
Þormóður rammi
Katla ehf
Ó.Johnson & Kaaber
Norðlenska
HP Selfossi
Matfugl
Ölgerðin
Garri
Skátaland
Ásbjörn Ólafsson
Alí
Bananar
Íslensk ameríska
Grayline
Faxaflóahafnir
Consept Events
CCP

Fjáröflun

Hátíð hafsins/Sjómannadagur

Sjómannadagurinn og hátíð hafsins er stæðsta fjáröflunarverkefni deilarinnar.  Við erum með veitingasölu um borð í Sæbjörg , sölutjald við sjóbúðina á krakkasvæði og á sjómannadaginn sjálfan er svo kökuhlaðborð í Gróubúð þar sem komið er fyrir sætum fyrir 200 manns og er bekkurinn margsetin yfir daginn.

Neyðarkallinn

Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni/konu. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt.

Ýmsar aðrar fjáraflanir

Við leigjum út salinn sem við deilum með björgunarsveitinni Ársæl að Grandagarði, við eldum og bökum fyrir veislur, erfidrykkjur og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Við seljum sjúkrakassa, höldum bingo svo eitthvað sé nefnt.  Að sjálfsögðu fáum við einnig styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja styðja við starfið okkar.