Laugardaginn 21. júní, á sumarsólstöðum, var efnt til kaffisamsætis í Guðmundarbúð þar sem Slysavarnardeildin Iðunn gaf 5 milljónir í nýtt björgunarskip sem kemur til Ísafjarðar á næstu mánuðum. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem deildin eða forveri hennar leggur fram fé til björgunarmála. Hún hefur í áratugi stutt ýmis konar björgunar- og slysavarnamál á vestfjörðum og er þessi styrkur merki um dug og kraft í starfsemi þessara öflugu félaga.
