Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði fékk aðstoð félaga úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar, og settu þau upp björgunarhringi á tveimur stöðum við Hvaleyrarvatn, annar er staðsettur við bryggjuna og hinn við ströndina. Verkefnið var gjöf frá Slysavarnadeildinni.
