Það er dýrt að reka björgunarsveit og viðhalda öllum tækjum og tólum sem til þarf við leit og björgun. Þetta vita slysavarnafélagar mæta vel og taka sig því reglulega til og styrkja starf björgunarsveita með fjárframlögum. Í dag færðu félagar í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík og Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi rausnarlegar upphæðir til að efla starf sveitanna við leitarstörfin.