Nú er komin tími til að taka hjólið í umferð. Þegar hjólið er tekið úr geymslu þarf að yfirfara og hafa í lagi öll öryggisatriði. Skoða dekkin, keðjuna, keðjuhlíf, bremsur og bjöllu. Muna að það þarf að vera ljós að framan og glitaugu bæði að framan og aftan.
Þegar hjólað er af stað er rétt að hafa í huga að fyrir hjólreiðafólk gilda að mestu sömu lög og reglur um reiðhjól og önnur ökutæki í umferðinni.
Mikilvægt er að skoða hjálminn vel, tryggja að hann sé óbrotinn, passi enn á höfuðið, sé rétt stilltur og sitji rétt á höfði. Það er skylda að börn yngri en 16 ára séu með hjálm.

Hafði hjólið og hjálminn í lagi