Lög

Lög Slysavarnardeildarinnar í Reykjavík

Heiti og hlutverk

  1. gr.

Nafn deildarinnar er Slysavarnadeildin í Reykjavík og er hún félagseining innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar.  Aðsetur hennar og starfssvæði er á höfuðborgarsvæðinu.

  1. gr.

Tilgangur deildarinnar er að koma í veg fyrir slys og óhöpp með fræðslu og forvarnarstarfi, að afla fjár og vera í góðu samstarfi við björgunarsveitir.

  1. gr.

Deildin starfar samkvæmt lögum og siðareglum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.  Komi upp álitamál um að siðareglurnar hafi verið brotnar er málum vísað til siðanefndar félagsins.  Stjórn deildarinnar ber að lúta úrskurði siðanefndar.

Félagsaðild – réttindi og skyldur

  1. gr.

Félagi í deildinni getur hver sá orðið sem vill vinna að markmiðum deildarinnar og náð hefur 12 ára aldri.  Atkvæðisbær og kjörgengur er sá félagi sem náð hefur 18 ára aldri og er skuldlaus við deildina. Félagi undir 18 ára aldri hefur málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn deildarinnar tekur ákvörðun um val á heiðusfélaga. Heiðursfélagi getur sá félagi orðið sem náð hefur 67 ára aldri.

  1. gr.

Aðalfundur fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins.  Hann skal halda í febrúarmánuði ár hvert. Dagsetningu fundarins skal auglýsa á vefsíðu félagsins og með tölvupósti eigi síðar en 15. janúar. Til fundarins skal svo boða með sannanlegum hætti með minnst tveggja vikna fyrirvara.  Heimilt er að halda aðalfund rafrænt, þó með fyrirvara um að þess sé gætt að nota fjarfundabúnað sem býður uppá leynilega atkvæðagreiðlsu.

Reikningar deildarinnar skulu liggja fyrir viku fyrir aðalfund undirritaðir af stjórn og skoðunarmönnum.

Á nóvemberfundi skipar félagsfundur þriggja manna kjörnefnd. Nefndin skal lýsa eftir og vinna að því að framboð berist til kjörs stjórnar svo og félagslegra skoðunarmanna reikninga.

Framboðsfrestur rennur út viku fyrir félagsfund í janúar  og skulu frambjóðendur skila framboði sínu skriflega til kjörnefndar og tilgreina hvaða embætti þeir sækjast eftir.  Öll framboð til stjórnar skulu kynnt á félagsfundi í janúar og á miðlum deildarinnar.

Dagskrá aðalfundar er:

Skipan fundarstjóra og fundarritara
Lögmæti aðalfundar staðfest
Skýrslur nefnda og stjórnar
Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
Lagabreytingar
Kjör stjórnar
Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
Ákvörðun um árgjald
Starfsáætlun kynnt
Önnur mál

Aðalfundur telst lögmætur sæki hann 15 félagsmenn hið fæsta.   Aðalfundi skal stjórnað samkvæmt almennum fundarsköpum.

STJÓRN – skipulag og starfsemi

  1. gr.

Félagar kjósa árlega á aðalfundi til tveggja ára í senn, þ.e.a.s annað árið formann,ritara og meðstjórnanda, á heilli ártölu. Varaformann, gjaldkera, og 2 meðstjórnendur á oddatöluári.

Frambjóðendur til formanns skulu hafa setið í stjórn félagsins í minnst 2 ár og sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil í einu.

Stjórnin fer með umboð félagsins og ákvörðunarvald næst aðalfundi og  kemur fram fyrir hönd þess.  Formaður er oddviti stjórnar og stýrir fundum hennar.  Í samráði við stjórn ber hann ábyrgð á að starfsemi félagsins fari samkvæmt lögum. Forfallist formaður veitir hann varaformanni eða öðrum stjórnarmanni umboð til að sinna forystustörfum í fjarveru sinni.   Ritari sér um ritun fundargerða á stjórnarfundum.  Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjárreiðum félagsins.  Meðstjórnendur skipta með sér verkefnum eins og stjórn ákveður.   Stjórn skal á fyrsta fundi sínum setja skriflegar verklagsreglur til að vinna eftir.

Stjórnin skal halda minnst 12 stjórnarfundi á ári. Stjórn er ákvörðunarhæf þegar meirihluti stjórnar er viðstaddur. Við stjórnarákvarðanir ræður einfaldur meirihluti. Við jöfn atkvæði ræður atkvæði formanns.   Ritari stjórnar eða sá sem gegnir störfum ritar í forföllum hans, skal skrá fundargerð um það sem gerist á stjórnarfundum. Fundargerðir skulu sendar út eftir stjórnarfundi til allra stjórnarmanna.

Að afloknum aðalfundi skal stjórn deildarinnar senda Slysavarnafélaginu Landsbjörg  skýrslu um helstu störf deildarinnar á síðasta starfsári svo og ársreikninga.

  1. gr.

Almennir fundir skulu haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði að vetrinum. Fundagerðarbækur og önnur verðmæt skjöl er varða störf og sögu deildarinnar skulu geymd í Gróubúð.

Fjármál

  1. gr.

Á aðalfundi skal ákveða árgjald með gjalddaga í janúar og eindaga í febrúar.  Félagsgjald miðast við 18 ára aldur. Heiðursfélagi greiðir ekki félagsgjöld.

Sjóði deildarinnar skal ávaxta í banka og/eða sparisjóði með sem hæstri ávöxtun án áhættu. Til að skuldbinda deildina þarf meirihlutaákvörðun stjórnar með undirskrift þeirra.

Félagsmönnum er ekki heimilt  að stofna til skuldar fyrir hönd deildarinnar. Styrki og aðrar fjárskuldbindingar umfram 500.000 þarf félagsfundur að samþykkja.

Lagabreytingar og félagsslit

  1. gr.

Deildin verður ekki lögð niður nema með samþykkt á aðalfundi sem hlotið hefur sömu meðferð og tillögur að lagabreytingum og þá með 2/3 hlutum greiddra atkvæða.  Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg.  Gögn og eignir deildarinnar renna í slysavarnasjóð Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þó ekki fyrr en eitt ár er liðið frá aðalfundi.

  1. gr.

Lög þessi taka gildi er þau hafa verið samþykkt á aðalfundi og til að breyting nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.  Lögunum má aðeins breyta á aðalfundi deildarinnar  en til að meðferð breytingatillagna sé lögmæt þarf að kynna þær á síðasta almennum deildarfundi fyrir aðalfund.

Samþykkt á  aðalfundi 17. febrúar 2022