Þann 31. október sl. fór fram virkilega áhugaverð ráðstefna um slysavarnir á vegum Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Há­skól­an­um í Reykja­vík.  Fjöl­marg­ir fyr­ir­lestr­ar voru haldn­ir. Systurnar Anna Mar­grét og Lára Krist­ín Óskars­dæt­ur og lýstu því hvaða áhrif það hafði á líf þeirra, tveggja mennta­skóla­stúlkna, þegar móðir þeirra slasaðist illa í reiðhjóla­slysi árið 2010. Móðir þeirra hafði fyr­ir reglu að hjóla með hjálm en í þetta eina skipti þá sleppti hún hon­um, þar sem stutt var að fara. Af­leiðing­arn­ar urðu skelfi­leg­ar og um­turnuðu m.a. lífi systr­anna sem urðu að taka mikla ábyrgð á umönn­un móður sinn­ar eft­ir slysið. Þær sýndu mynd­ir og mynd­bönd frá lífi móður sinn­ar fyr­ir og eft­ir slysið.   Á eftir þeim ræddi Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir um notkagildi hjálma og kynnti rannsóknir um reiðjólaslys.

Þá tók við Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins og ræddi eldvarnir á heimilum.  Svanfríður A. Lárusdóttir, Slysavarnadeildinni í Reykjavík kynnti framtíðarverkefni deilarinnar og Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Kirkjubæjarklaustri ræddi um viðbragðsaðilar og björgunarsveitir í dreifbýlinu.  Fjóla Guðjónsdóttir sérfræðingur frá Sjóvá greindi frá nýrri könnun og fór yfir hættur sem fylgja gífurlegri farsíma/snjallsímanotkun í umferðinni.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna steig næstur á stokk og rakti sögu um slysavarnir sjómanna og hvernig íslendingum hefur tekist að breyta algjörlegamenningu og hefðum hvað varðar notkun öryggistækja og annað tengt öryggismálum sjómanna.   Fulltrúar frá Slysavarnadeildinni á Akureyri kynntu verkefni sem þau hafa verið að vinna með félagsmiðstöðum á Akureyri og sýndu myndband sem unglingar á Akureyri hafa gert um nauðsyn endurskinsmerkja.

Þá tók við kynning og umfjöllun um slys á ferðamönnum og fór Jón­as Guðmunds­son, verk­efn­is­stjóri slysa­varna ferðamanna hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, meðal ann­ars yfir nýja sam­an­tekt á töl­um yfir bana­slys ferðmanna hér á landi en þær sýna að þeim hef­ur fækkað mikið frá því um alda­mót­in, eða um 80%, sé fjöldi bana­slysa pr. 100.000 ferðamenn skoðaður.  Jónas ræddi einnig um innviði í ferðaþjónustu, dæmi um hvað mætti bæta og hvar félagar í slysavarnafélaginu Landbjörg geta beitt sér.  Eftir þetta tóku við fjörugar pallborðsumræður með þáttöku  Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra, Gunnars Vals Sveinssonar frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Einari Pálssyni frá Vegagerðinni, Gunnari Geir Gunnarssyni frá Samgöngustofu og Jónasi Guðmundssyni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Bekkurinn var þéttsetinn allan daginn og áhugi ráðstefnufólks leyndi sér ekki.

 

Ráðstefna um slysavarnir í Háskólanum í Reykjavík